Home Fréttir Í fréttum Hagræddu útboði til að útiloka Kínverja

Hagræddu útboði til að útiloka Kínverja

209
0
Framkvæmdir við vatnsveitugöng í Ósló, þó ekki þau sem hér eru til umræðu í Huseby-hverfinu. Ljósmynd/Óslóarborg/Audun Sørsdal

Vatns- og frá­veitu­stofn­un Ósló­ar hagræddi útboði bygg­ing­ar nýs vatns­veitu­kerf­is borg­ar­inn­ar í sam­ráði við Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Nor­egs með það fyr­ir aug­um að kín­verskt verk­taka­fyr­ir­tæki kæmi ekki ná­lægt fram­kvæmd­inni.

<>

Voru útboðsskil­mál­arn­ir ein­fald­lega þannig úr garði gerðir að kín­verska fyr­ir­tækið gæti aldrei fengið verkið en ástæðan fyr­ir hagræðing­unni var ótti við að Kín­verj­ar kæmu að bygg­ingu lífs­nauðsyn­legra innviða í höfuðborg­inni. Þjóðarör­ygg­is­stofn­un og ör­ygg­is­lög­regl­an PST hafa af því þung­ar áhyggj­ur að rúss­nesk­ir og kín­versk­ir aðilar kaupi fast­eign­ir, fjár­festi í fyr­ir­tækj­um eða næli sér í útboðsverk­efni í Nor­egi sem veiti þeim ein­hvers kon­ar aðgang að innviðum.

Verði að treysta öll­um sem að koma
„Þegar í brýnu slær væri mögu­legt að mis­nota innviði af þess­ari gerð [vatns­veitu­kerfi] til að senda norsk­um yf­ir­völd­um skila­boð frá Kína. Það er því hag­ur okk­ar að hafa stjórn á þessu sviði inn­an­lands og geta treyst öll­um sem til­heyra aðfanga­keðjunni,“ seg­ir Sofie Nystrøm, for­stöðumaður Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK.

Spurð hvað forkólf­ar ör­ygg­is­mála ótt­ist að Kín­verj­ar geri við neyslu­vatn Ósló­ar­búa svar­ar Nystrøm því til að hægt sé að hafa áhrif á stýri­kerfi veit­unn­ar og enn frem­ur vekja efa­semd­ir um ör­yggi neyslu­vatns­ins sem sé til þess fallið að vekja ugg meðal borg­ar­búa. „Þarna eru úrræði sem ekki eru hernaðarleg en engu að síður hægt að nota til að beita þrýst­ingi,“ seg­ir hún.

Sofie Nystrøm, for­stöðumaður Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Nor­egs, kveður óprúttna aðila, sem komið geti að verk­inu sem verk­tak­ar, geta haft áhrif á stýri­kerfi veit­unn­ar og vakið efa­semd­ir um ör­yggi neyslu­vatns­ins. Ljós­mynd/Þ​jóðarör­ygg­is­stofn­un Nor­egs, NSM

Örygg­is­lög­regl­an PST er einnig meðvituð um þá ógn sem stafað geti af innviðum í röng­um hönd­um. Sam­kvæmt kín­versk­um lög­um sé sam­starf við leyniþjón­ustu rík­is­ins borg­ara­leg skylda þar í landi. Þar með geti hvaða lög­lega fyr­ir­tæki sem er lent í þeirri stöðu að neyðast til að afla upp­lýs­inga gegn­um starf­semi inn­an marka er­lends rík­is.

Ýmsum brögðum beitt
Þjóðarör­ygg­is­stofn­un fékk í fyrra inn á sitt borð um það bil 50 mál sem sner­ust um ráðgjöf til fyr­ir­tækja sem stríddu við hugs­an­leg­ar áskor­an­ir á vett­vangi ör­ygg­is­mála. Sner­ust þau mál oft­ast um að ríki á borð við Rúss­land og Kína væru með ein­hverj­um hætti, oft óbein­um, kom­in í þá stöðu að gera til­boð í verk í alþjóðleg­um útboðum eða reyna að kaupa eign­ir eða koma á öðrum fjár­fest­ing­um.

„Þarna get­ur verið um að ræða fjár­fest­ing­ar í eign­um í námunda við hernaðarmann­virki,“ nefn­ir Nystrøm sem dæmi, „eins und­ir­verk­taka­fyr­ir­tæki sem keypt eru til að kom­ast inn í mik­il­væg­ar birgðakeðjur. Þar get­ur til dæm­is verið um að ræða her­gögn, þetta er mjög breitt svið og á efna­hags­sviðinu er ýms­um brögðum beitt, svo sem í tengsl­um við útboð.“

Djúpt í berg­grunn­in­um und­ir Huse­by-hverf­inu í Ósló stend­ur risa­stór bor sem bora mun göng 19 kíló­metra leið í gegn­um fjall í átt að Hols­fjor­d­en. Gegn­um þau mun vatn streyma sem svo er síað og meðhöndlað í vinnslu­stöð í Huse­by. Jan Tobi­assen er for­stöðumaður þró­un­ar­mála hjá Vatns- og frá­veitu­stofn­un Ósló­ar og ber enn frem­ur ástand á ör­ygg­is­mál­um tengd­um nýju vatns­veit­unni.

„Þegar ný vatns­hreins­istöð er byggð þurf­um við að gæta að ör­ygg­is­mál­um frá fyrstu byrj­un. Við þurf­um að gæta þess að ekki verði af ásettu ráði byggðir gall­ar inn í kerfið sem síðar megi svo nota til að vinna skemmd­ar­verk, til dæm­is með spreng­ingu,“ seg­ir Tobi­assen.

Til þess fallið að skaða orðspor Nor­egs
Hann kveður Þjóðarör­ygg­is­stofn­un hafa bent á fyr­ir­tæki sem hugs­an­lega væri á leiðinni í til­boð og hefði tengsl við kín­versk stjórn­völd. Þetta hefði kveikt viðvör­un­ar­ljós og útboðsgögn því gerð þannig úr garði, með ákveðnum ófrá­víkj­an­leg­um hæfnis­kröf­um, að kín­verska fyr­ir­tækið gæti aldrei fengið þann hluta verks­ins sem það hugs­an­lega hefði getað gert til­boð í.

Aðspurður seg­ir Tobi­assen ráðstöf­un stofn­un­ar hans full­kom­lega lög­lega en hún hef­ur hins veg­ar vakið nokk­urn urg í kín­verska sendi­ráðinu í Ósló sem skrif­ar NRK og lýs­ir þar yfir hneyksl­un yfir þeirri meðferð sem kín­verska fyr­ir­tækið sæti. Þar sé á ferðinni hnit­miðuð og mjög órétt­lát markaðsstýr­ing.

Kveðst sendi­ráðið í skrif­um sín­um von­ast til þess að norsk yf­ir­völd hafi bein­hörð sönn­un­ar­gögn þess efn­is að fyr­ir­tækið kín­verska hafi óhreint mjöl í poka­horn­inu. Að öðrum kosti muni aðgerðirn­ar ein­göngu til þess falln­ar að brjóta niður traust gagn­vart er­lend­um fyr­ir­tækj­um á norsk­um markaði auk þess að skaða orðspor Nor­egs sem frjáls og op­ins sam­fé­lags. Að lok­um sé það alrangt að þvinga megi kín­verska borg­ara og fyr­ir­tæki til sam­starfs við leyniþjón­ustu rík­is­ins.

NRK

TV2 (nýtt áhættumat PST)

Dag­bla­det (kín­verski skipt­inem­inn við NTNU)

Heimild: Mbl.is