Home Fréttir Í fréttum Nýtt Nasa komið í endanlega mynd

Nýtt Nasa komið í endanlega mynd

375
0
Mynd: RÚV

Nasa, Sigtún eða hreinlega Sjálfstæðishúsið hefur gengið í endurnýjun lífdag, en búið er að endurgera þennan fornfræga stað, á sínum gamla stað en bara einni hæð neðar.

<>

Margir hafa eflasut kynnst, skemmt sér og sótt viðburði í Nasa og þar áður Sigtúni og enn fyrr í Sjálfstæðishúsinu, auk þess sem stúlkur sóttu menntun í kvennaskólann sem var þar fyrr. Margir ráku upp ramakvein þegar ákveðið var að loka húsinu sem skemmtistað, en ákveðið var að endurbyggja húsið.

Gamla kvennaskólanum var lyft af grunni sínum og hann færður innar á lóðina svo hægt væri að endurgera skemmtistaðinn einni hæð neðar, og síðan fluttur á sinn stað aftur. Skólahúsið, sem var hluti af skemmtistaðnum, er núna hús inni í nýja húsinu í sinni upprunalegu mynd.

„Þetta er húsið sjálft. Allt burðarvirki og þess háttar var endurbætt, klæðningin er upprunaleg svona að mestu leyti, það hafa náttúrlega verið einhverjar viðgerðir í gegnum áratugina, þetta er byggt 1878 þetta hús,“ segi Freyr Frostason arkitekt.

Þegar húsinu var lyft og kjallarinn dýpkaður var hlaðni sökkullinn tekinn, hver steinn merktur og síðan endurraðað nákvæmlega eins aftur. Kvennaandi ríkir í gamla kvennaskólanum. Þar eru listaverk eftir íslenska listamenn, allt konur, og fleira í þeim dúr.

„Hérna er áherslan þetta kvenlega yfirbragð, í takti við sögu hússins, já.“

Svona sjá arkitektar fyrir sér að verði umhorfs í húsinu.
– THG Arkitektaryh

Líkastur upphaflega Sjálfstæðishúsinu
En þá að salnum sem áður hýsti Nasa, þar áður Sigtún og enn fyrr Sjálfstæðishúsið.

Salnum var í raun sökkt um eina hæð og er gengið inn á palli fyrir ofan, beint á bak við kvennaskólann, og er hann endurbyggður allur og er af forverum sínum líkastur Sjálfstæðishúsinu, upphaflega staðnum.

Freyr segir metnað hafa verið lagðan í að hafa salinn fjönota, til dæmis fyrir rokktónleika eins og voru áður. Salurinn er í raun, líkt og kvennaskólinn, hús inni í húsi.

„Salurinn situr í raun og veru á púðum inni í hótel mannvirkinu og með því er búið að einangra salinn hljóðvistarlega frá hótelinu og hérna er hægt að vera með rokktónleika án þess að það heyrist eitthvað út um allt hótel. Hann er hannaður þannig og verður þannig vonandi til framtíðar.“

Salurinn friðaður
Mikil viðbrögð voru einmitt þegar Nasa var lokað á sínum tíma, en Freyr segir að með þessum sal sé kominn staður sem geti sinnt þessum þætti. Salurinn sé þó auðvitað líka hugsaður sem ráðstefnusalur, veislusalur fyrir brúðkaup og svo framvegis.

Salurinn var friðaður sem starfsemi og form og segir Freyr að þau skilyrði hafi verið uppfyllt. Gamli salurinn hafi í raun verið bakhús við Kvennaskólann sem hafi verið ónýtt vegna myglu og fleira og því rifið.

„Við létum leysimæla salinn allan og þetta er endurbyggt nákvæmlega eftir því formi, eins og loftið og litlu svalirnar og allar súlur og svoleiðis. Þetta er nánast, myndi ég segja, upp á millimetra eða sentimetra eins og salurinn var.“

Heimild:Ruv.is