Home Fréttir Í fréttum Greiða út 5,5 milljarða eftir Edition-söluna

Greiða út 5,5 milljarða eftir Edition-söluna

544
0
Frá þakbarnum á Edition-hótelinu við hlið Hörpu. Ljósmynd: Aðsend mynd

Félag sem hélt utan um hlut íslenskra fjárfesta í Marriott hótelinu við Austurhöfn greiddi út 5,5 milljarða króna til hluthafa eftir sölu á 70% hlut í hótelinu.

<>

Samþykkt var á hluthafafundi Mandólíns, félags sem hélt utan um 70% hlut íslenskra fjárfesta í Marriott hótelinu við Austurhöfn, um miðjan janúar að greiða út 39,2 milljónir dollara, eða um 5,5 milljarða króna á gengi dagsins, til hluthafa með lækkun hlutafjár.

Til samanburðar nam innborgað hlutafé Mandólíns 4,9 milljörðum króna í lok síðasta árs.

Félagið seldi hlut sinn í Edition-hótelinu til ADQ, þjóðarsjóðs furstadæmisins í Abú Dabí, í desember síðastliðnum. ADQ á nú hótelið á móti bandaríska verktakafyrirtækinu Carpenter & Co.

Mynd: Vb.is

Mandólín er í 49,9% eigu framtakssjóðsins SÍA III. Stormtré ehf., í eigu Hreggviðs Jónssonar, og Snæból ehf., í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns R. Stefánssonar, eiga hvort um sig 12,5% hlut.

Vitinn Reykjavík ehf., sem er að mestu í eigu Vörðu Capital, á um 9,4% hlut, og Feier ehf. í eigu hjónanna Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg á um 4%. Þá lífeyrissjóðirnir Almenni og Festa samtals ríflega 11% hlut.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins

Heimild: Vb.is