Home Fréttir Í fréttum Flýta lagningu á nýjum Vest­manna­eyja­streng

Flýta lagningu á nýjum Vest­manna­eyja­streng

179
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Landsnet hyggst flýta lagningu Vestmannaeyjastrengs 4 um tvö ár ár og áætlar að hann verði lagður sumarið 2025.

<>

Landsnet hefur ákveðið að flýta framkvæmd að Vestmannaeyjastreng 4 og hefur sent inn umsókn um leyfi til Orkustofnunar. Áætlað er að sæstrengurinn verði lagður sumarið 2025 í stað 2027.

Landsnet tilkynnti nýlega um bilun á Vestmannaeyjastreng 3. Undirbúningur fyrir viðgerð á honum er í fullum gangi að sögn Landsnets.

Fyrirtækið sagði í síðustu viku óljóst hversu langan tíma viðgerðin muni taka. Vestmannaeyjastrengur 1 ásamt varaafli muni sjá Vestmannaeyjum fyrir rafmagni á meðan á viðgerð stendur. Til öryggis ákvað Landsnet að flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja.

Vestmannaeyjastrengur 4 verður 66 kV og því sambærilegur við Vestamanneyjalínu 3, sem var lagður árið 2013.

Hundruð milljóna ábati

Verkfræðistofan Efla vann greiningu á samfélagslegum kostnaði við það að hafa eingöngu einn sæstreng til Vestmannaeyja sem annað getur bæði forgangs- og skerðanlegri orkuþörf í Eyjum.

Greiningin, sem unnin var í lok síðasta árs, sýndi að samkvæmt áhættumati er væntur samfélagslegur kostnaður við að hafa ekki varatengingu sem annað getur allri orkuþörf í Vestmannaeyjum nálægt 100 milljónum króna árlega.

„Flýting Vestmannaeyjarstrengs 4 kemur sér einnig vel við að ná fram samlegðaráhrifum í framkvæmdum Landsnets en lagning sæstrengs yfir Arnarfjörð er einnig á framkvæmdaáætlun.

Með því að leggja báða þessa sæstrengi á sama tíma má spara kostnað við strenglagningarskip sem þarf að fá til landsins í verkið og getur sparnaðurinn hlaupið á hundruðum milljóna.“

Leiðrétting: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar sagði að ákvörðunin um að flýta lagningu hefði verið tekin í kjölfar bilunar á Vestmannaeyjastreng 3. Hið rétta er að Landsnet var búið að sækja um flýtingu og umsókn komin til Orkustofnunar áður enn strengurinn bilaði.

Heimild: Vb.is