Home Fréttir Í fréttum Keyptu þakíbúð á 416 milljónir króna

Keyptu þakíbúð á 416 milljónir króna

737
0
Þakíbúðin dýra verður í miðhúsinu fremst á myndinni. Teikning/ONNO/Vesturvin.is

„Ásett verð á þessa íbúð var 416 millj­ón­ir og seld­ist hún fyrsta dag­inn. Þetta er dýr­asta íbúðin í húsaþyrp­ing­unni og ég fékk til­boð í hana fyrsta dag­inn, sem var samþykkt,“ seg­ir Þröst­ur Þór­halls­son, fast­eigna­sali hjá Miklu­borg, um þak­í­búð í Vest­ur­vin sem seld­ist 20. janú­ar síðastliðinn.

<>

„Það er áhuga­vert að fyrsta íbúðin sem selst skuli vera stærsta og dýr­asta íbúðin en kem­ur mér ekki á óvart enda frá­bær eign með stór­kost­legu út­sýni,“ seg­ir Þröst­ur. Íbúðirn­ar eru á svo­nefnd­um Héðins­reit en þar er nú m.a. Center­Hót­el Grandi.

Tvö stæði og íbúð

Fátítt er að svo dýr­ar íbúðir selj­ist á Íslandi. Síðasta sum­ar greiddi fé­lagið Drei­sam 620 millj­ón­ir fyr­ir þak­í­búð og tvö bíla­stæði í Aust­ur­höfn en Jón­as Hag­an Guðmunds­son er skráður eig­andi þess. Það var sögð dýr­asta íbúðin sem selst hef­ur á Íslandi. Þá seld­ist þak­í­búð í Skugga­hverf­inu á 365 millj­ón­ir sum­arið 2021.

Þröst­ur seg­ir kaup­enda­hóp­inn í Vest­ur­vin vera fjöl­breytt­an. Þegar hafi selst 14 íbúðir á reitn­um.

Eft­ir­spurn­in í Vest­ur­vin rím­ar við frá­sagn­ir verk­taka sem Morg­un­blaðið ræddi við. Mik­il eft­ir­spurn sé eft­ir dýr­ari íbúðum og greini­legt að marg­ir séu í góðum efn­um. Þá njóti eldri kaup­end­ur þess að sér­býli hafi hækkað í verði en það auki kaup­getu.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is