Home Fréttir Í fréttum Viðgerð upp á 350 milljónir

Viðgerð upp á 350 milljónir

153
0
Vatn flæddi í stríðum straumum um Hvassaleitið og fór það meðal annars inn í kjallara, bílskúra og bíla mbl.is/Árni Sæberg

Veit­ur áætla að end­ur­nýj­un á stórri kalda­vatns­lögn sem fór í sund­ur í Hvassa­leiti í sept­em­ber í fyrra muni kosta um 350 millj­ón­ir. Þetta kem­ur fram í fjár­fest­inga­áætl­un fé­lags­ins, en farið var yfir nokk­ur stærri verk­efni árs­ins á Útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins í vik­un.

<>

Lagna­bilið sem verður end­ur­nýjað á ár­inu er um 700 metra langt og nær frá Háa­leit­is­braut að Kringlu­mýr­ar­braut. Jafn­framt verður fram­kvæmd­in nýtt til þess að fóðra frá­veitu­lögn á sama kafla.

Áætla Veit­ur að fram­kvæmd­in muni taka lung­ann úr ár­inu þar sem um mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd er að ræða. Unnið verði að því hörðum hönd­um að koma lögn­inni aft­ur í rekst­ur fyr­ir næsta vet­ur.

Tals­vert tjón varð eft­ir að vatns­lögn gaf sig við Hvassa­leiti. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lögn­in er 80 cm kalda­vatns­lögn og þegar hún fór í sund­ur flæddi vatn um nær­liggj­andi svæði og meðal ann­ars inn í nær­liggj­andi bíl­skúra. Þurfti trygg­inga­fé­lag Veitna meðal ann­ars að greiða tugi millj­óna í bæt­ur vegna tjóns á bif­reiðum og inn­an­stokks­mun­um.

Í árs­fjórðungs­upp­gjöri Orku­veit­unn­ar í fyrra kom fram að lík­legt væri að nokkr­ar sam­verk­andi ástæður væru fyr­ir því að lögn­in gaf sig. Seg­ir þar að lík­leg­ast sé að or­sak­ir fyr­ir rof­inu séu ófull­nægj­andi efn­is­gæði í röri eða galli sem hafi komið fram í því.

Einnig sé mögu­legt að breyt­ing­ar í um­hverfi hafi leitt til þess að lögn­in rofnaði og er til­tekið að jarðhrær­ing­ar sem hafa átt sér stað á Reykja­nesi und­an­farið gætu hafa átt þátt í að lögn­in fór í sund­ur. Hafnaði fyr­ir­tækið hins veg­ar al­veg að um mis­tök eða van­rækslu væri að ræða.

Heimild: Mbl.is