Home Fréttir Í fréttum Nota 280 tonn af stuðlabergi

Nota 280 tonn af stuðlabergi

167
0
Húsin 25 eru byggð í gömlum íslenskum torfbæjarstíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö hundruð og átta­tíu tonn af stuðlabergi eru notuð í lúx­us­gisti­staðinn Torf­hús Retreat í landi Ein­holts í Bisk­upstung­um. Eft­ir­sótt­ir heit­ir pott­ar við gisti­hús­in, sem öll eru byggð í göml­um ís­lensk­um torf­bæj­ar­stíl, eru hlaðnir úr berg­inu.

<>

Torf­hús hófu starf­semi í ág­úst árið 2019, skömmu áður en Covid-19-far­ald­ur­inn hófst.

Síðan ferðatak­mark­an­ir vegna far­ald­urs­ins voru end­an­lega lagðar af síðasta sum­ar hef­ur aðsókn farið stig­vax­andi og þétt­bókað var um nýliðna jóla­hátíð. Bók­un­arstaðan fyr­ir 2023 lít­ur jafn­framt vel út að sögn Sig­urðar Haf­steins Sig­urðsson­ar fram­kvæmda­stjóra.

Þau ný­mæli eru á veit­ingastað hót­els­ins að gest­ir fá enga mat­seðla í hend­ur. Hver og ein máltíð er því sann­kölluð óvissu­ferð.

Veit­ingastaður­inn hef­ur þá sér­stöðu einnig að hann er ein­göngu hugsaður fyr­ir gesti. Mikið er lagt upp úr hágæðamat­reiðslu.

Heimild: Mbl.is