Home Fréttir Í fréttum Traustir verktakar hafa ekki áhuga á fúskarastimpli

Traustir verktakar hafa ekki áhuga á fúskarastimpli

339
0
Frá ráðstefnu um rakaskemmdir og myglu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Fréttablaðið/Ernir

Menn halda að það sé dýrara að byggja vel, sem getur verið raunin ef maður notar dýrustu efnin til að byggja vel en ef markmiðið er að byggja hús vel sem stenst allar þær kröfur sem þörf er á hér á landi þarf það ekki að vera dýrt,“ segir Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur hjá RK Design, en hann var einn viðmælenda á ráðstefnu um rakaskemmdir og myglu í Háskólanum í Reykjavík í gær.

<>

Sérstök áhersla var lögð byggingargalla og fúsk í nýlegum byggingum á ráðstefnunni og talaði Alma D. Möller landlæknir meðal annars um áhrif myglu á heilsu fólks.

„Það eru margir að byggja og selja sem hafa ekki vit á þessu en eru að reyna að komast í peninga. Þessir aðilar vita kannski ekki að það þarf að borga fyrir hönnun,“ segir Ríkharður og nefnir dæmi um afreksíþróttafólk.

„Traustir verktakar hafa ekki áhuga á að fá stimpil fúskara og þeirra hagur er að gera þetta vel. Þetta er eins og í íþróttunum, þú verður ekki heimsmeistari í fyrstu tilraun. Það tekur þúsundir æfinga áður en þú nærð afrekinu.“

Ríkharður segir eftirsjá af Rannsóknastofu byggingariðnaðarins.

„Það var mikill missir að missa hana sem var lokað á sama tíma og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það er samhugur innan stéttarinnar um að það sé þörf á stofnunum sem þessum. Í fortíðinni vorum við að glíma við ýmis vandamál sem okkur tókst að leysa með aðstoð rannsóknastofunnar og ég tel að það hafi verið mikil skammsýni að loka henni.“

Heimild: Frettabladid.is