Bæjarráð hefur samþykkt einróma að heimila umhverfissviði að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Endurhönnun vallarins var í höndum VSÓ ráðgjafar og felur verkið í sér að settur verði nýr púði, komið upp innbyggðu vökvunarkerfi auk þess sem lagt verður nýtt gervigras.
Áætlaður kostnaður við verkið er 126 m.kr. og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl 2023 og ljúki eigi síðar en 31. maí 2023.
Heimild: Mos.is