Home Fréttir Í fréttum Hefur áhrif á fjölda fólks

Hefur áhrif á fjölda fólks

187
0
Færibönd verða mikið notuð en þau verða mest innanhúss því öll framleiðslan verður í húsi og einnig flutningur afurðanna út í skip. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bygg­ing möl­un­ar­verk­smiðju dótt­ur­fé­lags þýska sements­fram­leiðand­ans Heidel­berg í Þor­láks­höfn kann að hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif, að mati Skipu­lags­stofn­un­ar, og hafa áhrif á íbúa bæj­ar­ins auk þeirra sem eiga leið um áhrifa­svæði fram­kvæmd­ar­inn­ar. Þess vegna eigi fram­kvæmd­in að fara í gegn­um um­hverf­is­mat.

<>

Áformað er að byggja verk­smiðjuna á hafn­ar­svæðinu í Þor­láks­höfn, á lóð sem fyr­ir­tækið hef­ur fengið út­hlutaða.

Flytja á hrá­efni í verk­smiðjuna úr nám­um í Lamba­felli og Litla-Sand­felli í Þrengsl­um auk þess sem verið er að kanna mögu­leika á að nýta efni úr sjón­um í ná­grenni Land­eyja­hafn­ar og landa því í Þor­láks­höfn.

Efnið verður fín­malað í verk­smiðjunni og flutt úr landi til notk­un­ar sem íauki í sements­fram­leiðslu í verk­smiðjum Heidel­berg Mater­ials.

Ráðgert er að í fyrsta áfanga verði sett upp aðstaða til að fram­leiða um 1,5 millj­ón­ir tonna á ári og í öðrum áfanga myndi annað eins magn bæt­ast við, þannig að heild­ar­fram­leiðslan verði þrjár millj­ón­ir tonna.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is