Home Fréttir Í fréttum Nýja álman í Fossvogsskóla míglak

Nýja álman í Fossvogsskóla míglak

163
0
Skjáskot af Ruv.is

Það rigndi á tímabili meira innandyra en utandyra segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla.

<>

Þar voru börn í 5. -7. bekk send heim í gær vegna leka úr þaki. Þeir nemendur eru í stofum í nýrri álmu skólans, sem byggð var eftir að mygla kom upp í skólanum.

„Hér míglak öll Vesturhliðin á Vesturlandi, nýrri álmu hérna hjá okkur,“ segir Hafdís í viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur.

Í pósti til foreldra sem sendur var síðdegis segir Hafdís Guðrún að tjón á skólanum sé óverulegt sem betur fer.

„Rúman klukkutíma tók að stöðva lekann. Búið er að fjarlægja allar blautar loftplötur og verður unnið að því í dag og um helgina við að fjarlægja og endurnýja annað skemmt byggingarefni. Það verður þó að taka fram að tjónið telst sem betur fer óverulegt,“ segir meðal annars í póstinum.

Heimild: Ruv.is