Home Fréttir Í fréttum Segir ekki rétt farið með gröfumálið

Segir ekki rétt farið með gröfumálið

94
0
Ráða má af myndskeiði að gröfumaður hafi sturtað snjó yfir mann sem stóð við gröfuna. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

At­b­urðarás þar sem gröf­umaður sturtaði snjó yfir strætóbíl­stjóra er ekki eins og henni er lýst í fjöl­miðlum að sögn mannauðsstjóra Óska­taks, Ingi­bjarg­ar Marteins­dótt­ur. At­vikið náðist á mynd­band og sást gröf­umaður þar sturta snjó yfir strætóbíl­stjóra.

<>

Maður­inn er snú­inn aft­ur til starfa hjá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Óska­taki en þó á öðrum vett­vangi en áður.

„Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um fengið er at­b­urðarás­in ekki al­veg eins og henni er lýst í fjöl­miðlum en málið er komið í hend­ur á aðilum sem vinna slík mál,“ seg­ir Ingi­björg í sam­tali við mbl.is. Maður­inn sagðist hafa fengið gusu af snjó yfir sig tvisvar og borið skaða af.

Tjá­ir sig ekki um at­b­urðarrás­ina

Gat hún ekki svarað því að hvaða leyti at­b­urðarás­in hafi verið önn­ur en fram hef­ur komið. Það sé í hönd­um annarra aðila að skoða málið og að at­b­urðarrás muni koma í ljós að því búnu.

Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar um hvar málið væri til skoðunar en fram hef­ur komið að strætóbíl­stjór­inn hygðist kæra gröf­u­mann­inn fyr­ir til­raun til mann­dráps.

Heimild: Mbl.is