Home Fréttir Í fréttum Vegakerfið þarf 200 milljarða króna

Vegakerfið þarf 200 milljarða króna

58
0
Vegaframkvæmdir við Lækjarbotnabrekku á Suðurlandsvegi Árni Sæberg

Áætlaður kostnaður við að koma vega­kerf­inu í viðun­andi ástand nem­ur hátt í 200 millj­örðum króna. Þó eru áhöld um það hvernig sá kostnaður verður fjár­magnaður.

<>

Þetta er meðal þess sem fjallað verður um á skatta­degi Deloitte, Viðskiptaráðs og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) sem fram fer í dag. Stef­an­ía Kol­brún Ásbjörns­dótt­ir, hag­fræðing­ur á Efna­hags- og sam­keppn­is­hæfnisviði SA, mun á ráðstefn­unni meðal ann­ars fjalla um fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins.

Stef­an­ía Kol­brún seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að vega­kerfið leiki lyk­il­hlut­verk í efna­hag lands­ins og skapi tæki­færi og verðmæti sem Ísland gæti ekki verið án. Vega­kerfið sé þannig und­ir­staða þess að hægt sé að dreifa vöru og þjón­ustu um landið, að ferðamenn kom­ist áleiðis, að sjáv­ar­af­urðir kom­ist til út­flutn­ings og þannig megi áfram telja.

„Vega­kerfið skap­ar því skatt­tekj­ur fyr­ir rík­is­sjóð og sveit­ar­fé­lög og leik­ur lyk­il­hlut­verk fyr­ir gjald­eyrisöfl­un þjóðarbús­ins,“ seg­ir hún.

Heimild: Mbl.is