Home Fréttir Í fréttum Húsið að Laugavegi 6 flutt til Hafnarfjarðar

Húsið að Laugavegi 6 flutt til Hafnarfjarðar

327
0
Mynd: PÁLL GUÐBRANDSSON

Húsið að Laugavegi 6 var flutt til Hafnarfjarðar í nótt þar sem það verður geymt til bráðabirgða á geymslusvæði. Er þetta gert á meðan framkvæmdum stendur á reitnum sem húsið stendur alla jafna á, nánar til tekið á Laugavegi 4 – 6.

<>

Reykjavíkurborg samþykkti árið 2014 að taka tilboði BAB Capital ehf. í Laugaveg 4 og 6 upp á 365 milljónir króna. Borgin keypti þessar lóðir árið 2008 fyrir 580 milljónir króna en kaupin voru gerð í tengslum við samstarfsyfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar myndaður var nýr meirihluti í borgarstjórn og Ólafur F. varð borgarstjóri.

Að sögn Guðmundar Vignis Óskarssonar, verkefnastjóra hjá umhverfis- og skipulagssviði, fengu núverandi eigendur lóðarinnar leyfi frá borginni og Samgöngustofu til að flytja húsið. Var svæðið lokað fyrir umferð frá klukkan sex í gærkvöldi en ekki tókst að flytja húsið af lóðinni fyrr en klukkan tvö í nótt þar sem húsið reyndist mun þyngra en talið var. Var áætlað að það væri um 16 – 18 tonn að þyngd en reyndist vera 24 tonn þegar upp var staðið og þurfti því að breyta ferlinu við að flytja húsið og flytja það til Hafnarfjarðar. Var lögreglan viðstödd allan þann tíma.

Er húsið nú komið til Hafnarfjarðar þar sem það verður geymt til bráðabirgða. Þegar tilteknum hluta byggingarframkvæmda verður lokið á lóðinni við Laugaveg, til að mynda uppsteypa á baklóðinni, verður húsið flutt til baka og sett á sinn endanlega stað.

Heimild: Vísir.is