Danska fjárfestingafélagið CIP hefur samið við Fjarðabyggð um lóðir undir Orkugarð í Reyðarfirði. Honum er ætlaður staður utan við álver Alcoa Fjarðaáls og þar yrði framleitt rafeldsneyti svo sem vetni og metanól.
Danska fjárfestingafélagið CIP hefur samið við Fjarðabyggð um lóðir undir Orkugarð í Reyðarfirði. Honum er ætlaður staður utan við álver Alcoa Fjarðaráls og þar yrði framleitt rafeldsneyti svo sem vetni og metanól.
Rafeldsneyti er ætlað að koma í stað olíu og gæti í framtíðinni knúið stærri farartæki svo sem skip. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir samning um lóð undir grænan orkugarð ákveðinn áfanga en fleira þurfi að ganga upp til að verkefnið geti orðið að veruleika.
Afla þurfi frekari orku og beisla vind
„Við erum búin að ná þeim áfanga núna að það er komið á samkomulag milli CIP sem er okkar samstarfsaðili og sveitarfélagsins um lóð eða lóðir undir væntanlega framleiðslu. Og við gerum ráð fyrir að slíkur samningur verði undirritaður um áramót.
Nú þarf auðvitað CIP að fara í umhverfismatsferli og það þarf að ganga frá raforkusamningum og fleira. Það er nauðsynlegt fyrir þetta verkefni að það fái orku til að það geti hafið sína framleiðslu og við teljum að þessi framleiðsla sé nauðsynleg inn í orkuskiptaumræðuna á Íslandi.
Því að með þessu verður framleitt rafeldsneyti sem er Íslendingum nauðsynlegt eins og öllum til þess að við getum farið út úr því að nota jarðefnaeldsneyti. Þannig að orkan þarf að koma til og hvort það er vindorkugarður á Austurlandi eða hvar annars staðar. Ég held að það sé óhjákvæmilegt vindorka muni rísa á Íslandi. Bara til þess að við getum tekist á við orkuskiptin í heild sinni.“
Heimild: Ruv.is