Home Fréttir Í fréttum Ákærður fyrir 100 milljóna skattasvik

Ákærður fyrir 100 milljóna skattasvik

238
0
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa svikið um 100 milljónir undan skatti við rekstur verktakafyrirtækis. mbl.is/Arnaldur

Karl­maður um fer­tugt hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um með því að hafa sem stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri verk­taka­fyr­ir­tæk­is ekki greitt virðis­auka­skatt né staðgreiðslu frá lok­um árs 2019 til fyrri hluta árs­ins 2021 upp á sam­tals rúm­lega 100 millj­ón­ir króna.

<>

Í ákæru máls­ins kem­ur fram að ekki hafi verið staðið skil á virðis­auka­skatti upp á sam­tals 23,4 millj­ón­ir. Þá hafi maður­inn ekki held­ur staðið skil á staðgreiðslu­skilagrein­um vegna op­in­berra gjalda, en heild­ar­upp­hæð þeirra hefði átt að vera 78 millj­ón­ir.

Farið er fram á að maður­inn verði dæmd­ur til refs­ing­ar og til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

Heimild: Mbl.is