Naustalækur ehf. hefur fengið úthlutað lóð fyrir fjölbýlishús að Stóragarði 18 á Húsavík. Þar hyggst félagið reisa tuttugu og fimm íbúða hús á fimm hæðum.
Í húsinu eru fimm mismunandi útfærslur af íbúðum sem ættu að henta fjölbreyttum hópi íbúa á öllum aldri enda verður að sjálfsögðu lyfta í húsinu.
Næg bílastæði verða einnig við húsið. Öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara.
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við uppsteypu þegar vorar og afhenda kaupendum tilbúnar íbúðir í febrúar 2025
Samið var við Trésmiðjuna Rein um að taka verkið að sér. Trésmiðjan Rein ásamt undirverktökum hafa séð áður um að byggja fyrir Naustalæk ehf.
Því bæði Útgarður 6 sem klárast fyrir 2 árum síðan og Útgarð 2 sem er í byggingu nú eru verkefni sem Trésmiðjan Rein hefur verið að byggja fyrir Naustalæk ehf.
Heimild: Facebooksíða Steinsteypir ehf