Home Fréttir Í fréttum Rís lúxushótel í Önundarfirði?

Rís lúxushótel í Önundarfirði?

208
0
Hér má sjá hvernig byggðin gæti litið út. Mynd/Elías Guðmundsson

Elías Guðmunds­son kynnti á miðviku­dag­inn hug­mynd­ir um íbúðabyggð og lúx­us­hót­el í Hjarðar­dal ytri í Önund­arf­irði.

<>

Fund­ur­inn fór fram á Holt Inn og var vel sótt­ur að sögn Elías­ar „Það var fullt hús og ég heyrði ekki annað en að það væri mik­il stemn­ing fyr­ir þessu. Verk­efnið mun halda áfram en hvort ein­hverj­ar breyt­ing­ar verði á því mun koma í ljós.“

Hug­mynd­irn­ar sem Elías hef­ur unnið að fela í sér 36 lóðir fyr­ir ein­býl­is­hús og lúx­us­hót­el sem gæti verið með 40-50 her­bergj­um. Hann hef­ur unnið að verk­efn­inu fyr­ir hönd land­eig­enda og vildu þau á þess­um tíma­punkti kynna Vest­f­irðing­um hug­mynd­irn­ar.

„Í tengsl­um við upp­bygg­ingu í lax­eldi er þörf fyr­ir 250-300 íbúðir á svæðinu og sam­kvæmt spám gæti fjölgað um þúsund manns á norðan­verðum Vest­fjörðum. Þá vakn­ar sú spurn­ing hvar sé hægt að bregðast við þeirri þörf.

Þetta væri að lág­marki þriggja ára ferli frá hug­mynd og þar til þetta gæti orðið að veru­leika ef mið er tekið af ferl­inu í kring­um leyf­is­veit­ing­ar, skipu­lags­ferli og fram­kvæmd­ir. Sjálf­ur er ég bara að hjálpa eig­end­um lands­ins við að þróa þetta áfram og ég mun ekki fram­kvæma þetta. Leit að áhuga­söm­um aðilum stend­ur yfir,“ seg­ir Elías.

„Þetta byrjaði bara sem skemmti­legt spjall á kaffi­stof­unni hjá mér og eig­end­um að þessu landi. Ég hef stundað fast­eignaviðskipti og fast­eignaþróun og tók að mér að skoða landið þegar þau hættu sauðfjár­bú­skap. Við vor­um sam­mála um að þarna væri tölu­vert gott land til að byggja á en land­rými á norðan­verðum á Vest­fjörðum er af frek­ar skorn­um skammti.“

Hér má sjá teikn­ing­ar af hót­el­inu sem Elías kynnti á fund­in­um en það verður við sjó­inn sam­kvæmt þess­um hug­mynd­um. Ljós­mynd/​Elías Guðmunds­son

Varðandi hót­elið seg­ir Elías að ým­is­legt sé í far­vatn­inu í ferðaþjón­ustu á norðan­verðum Vest­fjörðum.

„Ég kynnti hug­mynd um hót­el­bygg­ingu sem yrði fyrsta al­vöru lúx­us­hót­el Vest­f­irðinga og yrði þá byggt út við sjó­inn í takti við Holts­bryggju. Land­eig­end­ur voru að skoða hug­mynd­ir um hót­el á land­inu en þessi hug­mynd geng­ur lengra til að nýta landið bet­ur.

Til stend­ur að bjóða upp á sjó­böð í Önund­arf­irðinum en þetta svæði gæti verið á leið í mjög áhuga­verða upp­bygg­ingu,“ seg­ir Elías sem er í námi í arki­tekt­úr við LHÍ en var lengi fram­kvæmda­stjóri Fis­herm­an.

Heimid: Mbl.is