Home Fréttir Í fréttum Byggja upp íbúðabyggð og verslun í Gróf í Reykjanesbær

Byggja upp íbúðabyggð og verslun í Gróf í Reykjanesbær

237
0
Mynd: Nordic – Office of Architecture

Reykjanesbær og Reykjanes Investment ehf. undirrituðu í gær kaupsamning vegna Grófarinnar 2 í Reykjanesbæ og samstarfs- og þróunarsamning vegna nærliggjandi lóða.

<>
Mynd: Nordic – Office of Architecture

Reykjanesbær auglýsti þróunarreit, byggingar- og lóðarréttindi á svæðinu til sölu árið 2021 og samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar tilboð félagsins þann 30. desember sama ár.

Reykjanes Investment fyrirhugar að skipuleggja og byggja upp íbúabyggð blandað við verslun og þjónustu. Hún á að taka mið af nærliggjandi starfsemi, framþróun menningar- og ferðaþjónustu á svæðinu auk einstakrar staðsetningar og nálægð við smábátahöfnina í Gróf og menningar- og safnahúsin á svæðinu.

Mynd: Nordic – Office of Architecture

Hugmyndir félagsins, sem má sjá á meðfylgjandi myndum, eru unnar í samvinnu við Nordic – Office of Architecture.

Heimild: Sudurnes.net