Home Fréttir Í fréttum Skoða mögulega uppbyggingu á TR-reit

Skoða mögulega uppbyggingu á TR-reit

189
0
Hugsanlegur kaupandi bygginganna hefur kannað möguleika á að þétta byggð á reitnum. mbl.is/sisi

Fram­kvæmda­sýsl­an-Rík­is­eign­ir (FSRE) aug­lýsti í fyrra til sölu nokkr­ar hús­eign­ir við Lauga­veg og Rauðárár­stíg í Reykja­vík, þar á meðal stór­bygg­ingu þá sem hýsti Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins um ára­bil.

<>

Áhuga­sam­ur kaup­andi leitaði til Reykja­vík­ur­borg­ar með vit­und hús­eig­and­ans og kannaði mögu­leika á frek­ari upp­bygg­ingu á reitn­um.

Fól hún í sér að koma fyr­ir 4-6 hæða bygg­ingu, 6.941 fer­metra að stærð, auk 2.046 m2 bíla­kjall­ara, í porti við Grett­is­götu.

Skipu­lags­full­trúi tók nei­kvætt í inn­senda til­lögu arki­tekta en benti jafn­framt á mögu­leg­ar breyt­ing­ar sem gera þyrfti. Reit­ur­inn býður vissu­lega upp á þétt­ingu byggðar í hverf­inu.

Rík­is­kaup leituðu í fyrra f.h. FSRE til­boða í eign­ir á svo­kölluðum Trygg­inga­stofn­un­ar­reit, þ.e. við Lauga­veg 114, 116, 118b og Rauðar­ár­stíg 10, 105 Reykja­vík, sam­tals um 8.200 fer­metra.

„Eign sem býður upp á mikla framtíðarmögu­leika,“ sagði í aug­lýs­ing­unni. Var þar vænt­an­lega verið að vísa til þess að hægt yrði að breyta at­vinnu­hús­næði í íbúðir. Staðsetn­ing væri við Hlemm, miðpunkt fyr­ir­hugaðrar Borg­ar­línu. Á svæðinu væri fjöl­breytt mann­líf, veit­ingastaðir, kaffi­hús og hót­el.

Heimild: Mbl.is