Home Fréttir Í fréttum For­­sætis­ráðu­neytið telur fyrir­­hugaða ný­byggingu geta verið ógn við ríkis­­stjórn

For­­sætis­ráðu­neytið telur fyrir­­hugaða ný­byggingu geta verið ógn við ríkis­­stjórn

292
0
Reiturinn umræddi er fyrir aftan Stjórnarráðið.

Forsætisráðuneytið telur fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir á Bankastræti 3, reit fyrir aftan Stjórnarráðið, mögulega ógn við öryggi ríkisstjórnarinnar séu þær skoðaðar í samhengi við áform um fyrirhugaða nýbyggingu forsætisráðuneytisins.

<>

Í minnisblaði forsætisráðuneytisins til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar kemur meðal annars fram að auðvelt verði að kasta hættulegum efnum og hlutum út um glugga á efri hæðum fyrirhugaðrar byggingar ofan á þak nýbyggingar forsætisráðuneytisins.

Morgunblaðið greinir frá.

Þá segir jafnframt að möguleiki sé á því að komast út um glugga Bankastrætis 3 út á þak nýbyggingar forsætisráðuneytisins, fara um allt þakið og kasta hættulegum hlutum í nálægan ljósgarð.

Einnig er nefndur sá möguleiki að tengja þessar öryggisógnir við inntöku loftræstikerfis.

Borgaryfirvöld skoða nú að heimila byggingu húss á lóðinni Bankastræti 3 sem er fyrir aftan Stjórnarráðið. Herbertsprent ehf., er eigandi hússins og lóðarinnar og hefur barist fyrir því að deiliskipulag verði unnið fyrir lóðina.

Lóðarhafinn hyggst reisa fjögurra hæða nýbyggingu á reitnum, alls 1.173 fermetra að stærð.

Forsætisráðuneytið og Framkvæmdasýsla Ríkiseigna telja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir á skjön við fyrri sjónarmið um reitinn. Þau vilja fara fram á að ekki verði heimilað að byggja hærri nýbyggingar á lóðinni en því sem nemur hæð bakhúsanna við lóðarmörkin.

Heimild: Frettabladid.is