Home Fréttir Í fréttum Stækkun Hamarskóla langstærsta framkvæmdin á þriggja ára áætlun í Vestmannaeyjum

Stækkun Hamarskóla langstærsta framkvæmdin á þriggja ára áætlun í Vestmannaeyjum

180
0
Mynd: Tigull.is

Á bæjarstjórnar fundi í síðustu viku gerði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun 2024 til 2026 og sérstaklega þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru á umræddu þriggja ára tímabili.

<>

Áætlaðar eignfærðar framkvæmdir á tímabilinu eru 2.170 milljónir króna.

Áætlað er að framkvæma fyrir 854 milljónir á árinu 2024, 978 milljónir 2025 og 338 milljónir 2026.

Langstærsta einstaka framkvæmd næstu árin er stækkun Hamarsskóla. Forvinnu hönnunar á nýbyggingu Hamarsskóla er lokið.

Til stendur að bjóða út verkið desember eða janúar næstkomandi. Ef allt gengur eftir er stefnt að því að framkvæmdir hefjist um mitt næsta ár.

„Þegar búið verður að byggja við Hamarsskóla verða 5. ára deildin, 1.-4. bekkur GRV, Frístundaverið og Tónlistarskólinn undir sama þaki. Að auki verður bylting í aðstöðu fyrir alla starfsemi skólans m.a. með tilkomu samkomu- og matsalar,“ sagði Íris í framsögu sinni.

Einnig verður lögð áhersla á uppbyggingu annarra innviða, eins og farið er yfir í glærukynningu bæjarstjóra sem sjá má hér að neðan.

 

Heimild: Tigull.is