Afkoma félagsins var 43% betri en árið 2020 þegar félagið hagnaðist um 349 milljónir.
Hagnaður Arma, sem er leigufyrirtæki í byggingageiranum, nam hálfum milljarði króna á síðasta ári.
Það er 43% betri afkoma en árið á undan þegar félagið hagnaðist um 349 milljónir.
Rekstrartekjur félagsins námu 2,6 milljörðum króna og jukust um 18% á milli ára, úr 2,2 milljörðum árið 2020.

Þá hækkaði eigið fé félagsins á milli ára úr 1,9 milljörðum króna í 2,3 milljarða. Í árslok námu eignir félagsins 4,6 milljörðum króna.
Heimild: Vb.is