Home Fréttir Í fréttum Forval á arkitektahönnun fyrir HVH hafið

Forval á arkitektahönnun fyrir HVH hafið

167
0
Verkefnið er eitt stærsta verkefni sem FSRE hefur ráðist í. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag birt­ast á Evr­ópska efna­hags­svæðinu aug­lýs­ing­ar FSRE um for­val á arki­tekta­hönn­un bygg­ing­ar fyr­ir lög­gæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborg­ar­svæðinu (HVH).

<>

Þetta er eitt stærsta verk­efni sem FSRE hef­ur ráðist í en óskað er eft­ir um­sókn­um frá teym­um arki­tekta sem taka vilja þátt í lokuðu sam­keppn­isút­boði verk­efn­is­ins en fimm teymi verða val­in til þátt­töku.

Við tek­ur þrepa­skipt ferli, sem lýst er í útboðsaug­lýs­ingu. Að lokn­um fyrsta hluta sam­keppn­inn­ar munu tvö teymi keppa um að hanna bygg­ing­una þar sem staðsett­ar verða höfuðstöðvar lög­gæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborg­ar­svæðinu, HVH.

Þetta verður miðstöð þeirra sem gæta að lög­um, reglu, björg­un og ör­yggi al­menn­ings. Í miðstöðinni munu þess­ir aðilar fá nú­tíma­lega aðstöðu sem auðveld­ar til muna hina mik­il­vægu þjón­ustu og vernd sem veitt er al­menn­ingi seg­ir í til­kynn­ingu.

Um­sókn­ir um þátt­töku skulu ber­ast í síðasta lagi kl. 12, 17. janú­ar 2023 en frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vef FSRE og á útboðsvef Rík­is­kaupa.

Heimild: Mbl.is