Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið um stálvirkið á Snákinn

Samið um stálvirkið á Snákinn

172
0
Snákurinn. mbl.is/sisi

Nú ligg­ur fyr­ir að fyr­ir­tækið Prófílstál ehf. mun smíða fjöl­nota stál­virki sem sett verður upp á Lauga­vegi, milli Hlemms og Snorra­braut­ar. Þessi kafli göt­unn­ar hef­ur fengið hið frum­lega nafn Snák­ur­inn.

<>

Reykja­vík­ur­borg aug­lýsti fyrr á þessu ári eft­ir til­boðum í smíðina. Aðeins barst eitt til­boð, frá Próifílstáli.

Hljóðaði það upp á krón­ur 21.601.880 eða 80% af kostnaðaráætl­un, sem var upp á 26,8 millj­ón­ir. Um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveðið að ganga að til­boðinu.

Eins og veg­far­end­ur hafa tekið eft­ir hafa verið mikl­ar fram­kvæmd­ir í gangi um­hverf­is Hlemm­torg.

Heimild: Mbl.is