Home Fréttir Í fréttum Siglufjarðarvegur er í mikilli hættu

Siglufjarðarvegur er í mikilli hættu

139
0
Bylgjur eru í veginum sem breytist hratt, eins og mælingar jarðvísindamanna sýna. Ljóst þykir að bregðast þarf við. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Siglu­fjarðar­veg­ur í svo­nefnd­um Al­menn­ing­um, sem eru í fjallskriðunum vest­an við kaupstaðinn og Stráka­göng, hef­ur frá í ág­úst síðastliðnum skriðið fram um alls 75 cm.

<>

Mest er hreyf­ing­in á milli Hrauns og Al­menn­ingsnafar. „Veg­stæðið er sums staðar á mik­illi hreyf­ingu,” seg­ir Hall­dór Geirs­son, jarðeðlis­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, sem hef­ur um­sjón með þessu verk­efni.

Ótt­ast er að veg­inn á þess­um slóðum geti tekið af, haldi fram sem horf­ir. Því er staðan vöktuð mjög ná­kvæm­lega.

Lík­legt er talið að mik­il úr­koma og lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sinn þátt í þess­ari þróun. „Vegna lofts­lags­breyt­inga eru öfg­ar í veðurfari mikl­ar og úr­komuþungi að aukast.

Hve hratt berg­hlaup og skriður þarna falla fram mun því halda áfram að óbreyttu og því þarf að bregðast við,” seg­ir Hall­dór.

Ítar­lega er fjallað um málið í Fram­kvæmda­frétt­um Vegna­gerðar­inn­ar þar sem fram kem­ur vanda­málið hafi verið til staðar í mörg ár.

Heimild: Mbl.is