Home Fréttir Í fréttum Stærstu arkítektastofurnar

Stærstu arkítektastofurnar

611
0
Höfuðstöðvar Landsbankans eru teiknaðar norrænu arkitektastofunni Arkþing /Nordic ehf. Þetta er dýrasta skrifstofuhúsnæði í Reykjavík en auk bankans mun það hýsa utanríkisráðuneytið . Ljósmynd: Eyþór Árnason

Arkís arkitektar ehf. er langstærsta arkitektastofan með ríflega 900 milljóna króna veltu.

<>

Velta íslenskra arkitektastofa jókst mikið árið 2021 frá árinu í fyrra. Hún jókst að meðaltali um 25% hjá stærstu tíu stofnunum en hagnaður jókst um 33%.

Arkís arkitektar ehf. er langstærsta arkitektastofan með 931 m.kr. í veltu en hagnaðurinn nam 142 m.kr. og tvöfaldaðist milli ára. Félagið var stofnað árið 1997 í framhaldi Teiknistofunnar Túngötu 3 sem hafði þá starfað frá 1986.

Um fjörutíu starfsmenn starfa á stofunni í dag. Eigendurnir eru 8 en stærstur þeirra er Aðalsteinn Snorrason, einn stofnendanna, með 20,2% hlut. Stofan greiddi 106 milljónir króna út í hagnað í fyrra.

Næststærsta stofan er Arkþing / Nordic ehf. með 644 milljónir í veltu í fyrra og jókst hún um 67% milli ára. Hagnaðurinn í fyrra nam 59 m.kr. Stofan sameinaðist einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture, árið 2019. Arkþing hannaði meðal annars nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem verða tilbúnar á næsta ári. Verður það eitt dýrasta og glæsilegasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi.

THG arkitektar eru þriðju stærstu með 602 m.kr. í veltu. Hagnaðurinn nam 70 m.kr. en veltan stóð í stað milli ára. Félagið greiddi 51 m.kr. út í arð ár árinu 2021 en arðurinn nám 57 m.kr. árið áður.

Það vekur athygli að Studio Granda ehf. veltu aðeins 40 m.kr. í fyrra og dróst veltan saman um 59%. Hagnaðurinn í fyrra nam 3 m.kr. en 25 m.kr. árið 2020.

Stofan hannaði nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis sem nú er í byggingu og verður, líkt og hús Landsbankans, eitt dýrasta og glæsilegasta skrifstofuhúsnæði í Reykjavík.

Gegnt nýju skrifstofum Alþingis er annað verk eftir starfsmenn stofunnar, Ráðhús Reykjavíkur.

Heimild: Vb.is