Home Fréttir Í fréttum Íbúðalánasjóður ræður Virðingu til að sjá um sölu á Kletti ehf

Íbúðalánasjóður ræður Virðingu til að sjá um sölu á Kletti ehf

120
0

Íbúðalánasjóður hefur ráðið Virðingu til að sjá um sölu á leigufélaginu Kletti ehf.  Klettur er dótturfélag Íbúðalánasjóðs og rekur um 450 íbúðir víðs vegar um landið en Virðing er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki landsins, segir í tilkynningu.

<>

„Söluferlið miðast við að hámarka virði eignanna í samræmi við forsendur sem fyrir lágu þegar félagið var stofnað í janúar 2013. Þá voru meginmarkmiðin skýr; annars vegar að losa um eignarhald Íbúðalánasjóðs á fasteignum og aðskilja frá rekstri sjóðsins og hins vegar að koma til móts við vilja stjórnvalda að auka framboð á húsnæði til langtímaleigu,“ segir Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að Íbúðalánasjóður hafi valið Virðingu til að sjá um söluferlið og þetta er spennandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við,“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar.

Unnið er að nánari útfærslu á skilmálum sölunnar og endanlegu söluferli á Kletti og verður það kynnt nánar á næstu vikum.

Heimild: Vísir.is