Home Fréttir Í fréttum Útboð í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta...

Útboð í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta háspennulína

379
0
Á Þeistareykjum Mynd: LNS Saga.

Landsnet auglýsir um helgina eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4, sem lagðar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík. Möstur eru 193 talsins og er línuleiðin rúmur 61 km.

<>

Verkið felur í sér gerð vegslóðar með línunum, gerð hliðarslóða og vinnuplana við möstur, efnisútvegun og framleiðslu undirstaða, stagfesta og stálhluta og jarðvinnu við niðurlögn undirstaða og stagfesta.  Vinna við yfirbyggingu mun hefjast á þessu ári en fara fram að mestum hluta á árinu 2017.Ú

Vinnu við Kröflulínu 4 skal lokið 1. ágúst 2016 og öllu verkinu lokið að fullu 1. október 2016.

Raforkutenging við virkjunina og meginflutningskerfið er umtalsverður þáttur í þeirri uppbyggingu sem hafin er á Bakka. Öflug tenging við meginflutningskerfið tryggir jafnframt enn betur orkuöryggi íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Verklok við byggingu línanna áætluð haustið 2017. Unnið verður við slóðagerð og undirstöður í sumar en vinna við yfirbyggingu og strengingu leiðara fer fram sumarið 2017.