Home Fréttir Í fréttum Sækja um byggingaleyfi fyrir breytingum á gömlu slökkvistöðinni í Vestmannaeyjum

Sækja um byggingaleyfi fyrir breytingum á gömlu slökkvistöðinni í Vestmannaeyjum

156
0
Mynd: Tígull.is

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Vestmannaeyjabæjar í morgun var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Heiðarvegi 12, en um er að ræða hús sem áður hýsti slökkvistöð og fiska- og náttúrugripasafn.

<>

Vilja bæta við þriðju hæðinni
Sigurjón Pálsson f.h. Steini og Olli ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði fyrirtækisins Heiðarvegi 12.

Sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð þannig að á 2. og 3. hæð verði 5 litlar íbúðir á hvorri hæð samtals 10 íbúðir.

Á jarðhæð verða 4 geymslurými, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: kjallari 51,5m², jarðhæð 366,6m², 2 hæð 374,1, 3 hæð 387,1. Samtals 1179,3m²

Heimild: Tígull.is