Home Fréttir Í fréttum Gufudalssveit: frekari útboð í undirbúningi

Gufudalssveit: frekari útboð í undirbúningi

186
0
Vegagerð um Teigsskóg. Mynd úr myndbandi Vegagerðarinnar.

Vegagerð um Teigsskóg er í fullum gangi auk þverunar og brúargerðar á Þorskafirði.

<>

Vegagerðin er að huga að því að bjóða út fyllingar frá Melanesi sem eru til undirbúnings brúargerð milli Melaness og Hallsteinsness.

Sigurþór Guðmundsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni segir að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Hann sagði að líklega yrði um sérútboð fyrir fyllingarnar og svo tvö útboð að ræða fyrir brýrnar tvær sem gera þarf, en ákvörðun hefur ekki verið tekin. Miðað væri við að vegagerðinni í Gufudalssveit yrði lokið á árinu 2025.

Á Dynjandisheiði á eftir að bjóða út 8 km langan kafla af heiðinni niður í Dynjandisvoginn og væri Vegagerðin að keppast við að klára útboðsgögn.

Ísafjarðarbæ væri að auglýsa nauðsynlegar skipulagsbreytingar þessa dagana.

Heimild: BB.is