Home Fréttir Í fréttum Hæstbjóðandi stóð ekki í skilum

Hæstbjóðandi stóð ekki í skilum

435
0
Haukahlíð. Til stóð að þar risi stærsta hótel á Íslandi. Í staðinn verða byggð fjölbýlishús með hundruðum íbúða. mbl.is/Árni Sæberg

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að selja ný­stofnuðu fé­lagi, D2001 ehf., lóðina Hauka­hlíð 4 og bygg­ing­ar­rétt á henni. Kaup­verðið er 1.855 millj­ón­ir króna. Lóðin er Vals­svæðinu við Hlíðar­enda, ná­lægt flug­vell­in­um og skammt frá Hring­braut.

<>

Upp­haf­lega átti að rísa þarna at­vinnu­hús­næði, m.a. stærsta hót­el lands­ins í her­bergj­um talið (450 her­bergi), en síðar var land­notk­un­inni breytt í íbúðasvæði. Á þeim tíma var ekki tal­in þörf á enn einu risa­hót­el­inu í höfuðborg­inni.

Í sum­ar aug­lýsti Reykja­vík­ur­borg til sölu bygg­ing­ar­rétt á lóðinni Hauka­hlíð 4. Til­boð voru opnuð 8. ág­úst.

Þrjú til­boð bár­ust. Skientia ehf. bauð krón­ur 2.675.000.000, D2001 ehf. krón­ur 1.855.000.000 og Fram­kvæmd­ar­fé­lagið Arn­ar­hvoll ehf. krón­ur 1.789.480.000.

Borg­ar­ráð samþykkti í fram­hald­inu að selja Skientia, Traðarlandi 14 Reykja­vík, bygg­ing­ar­rétt­inn á til­boðsverðinu.

Á fundi borg­ar­ráðs 27. októ­ber sl. var samþykkt að fella niður lóðarút­hlut­un til Skientia ásamt bygg­ing­ar­rétti fyr­ir íbúðar­hús­næði í Hauka­hlíð 4 þar sem ekki hefði verið greitt fyr­ir lóðina inn­an til­tek­ins frests, sem var 45 dag­ar.

Á sama fundi borg­ar­ráðs var samþykkt að selja næst­bjóðanda, D2001, Ögur­hvarfi 6 Kópa­vogi, lóðina Hauka­hlíð 4 og bygg­ing­ar­rétt fyr­ir til­boðsupp­hæðina. Auk greiðslu fyr­ir bygg­ing­ar­rétt greiðast krón­ur 280.712.700 í gatna­gerðar­gjöld.

Um­rædd fjöl­býl­is­húsalóð er 6.454 fer­metr­ar að stærð og þar verður heim­ilt að reisa 19.100 fer­metra bygg­ingu. Á lóðinni Hauka­hlíð 4 gætu risið hátt í tvö hundruð íbúðir.

Heimild: Mbl.is