Home Fréttir Í fréttum Tóku málin í eigin hendur eftir brott­hvarf Húsa­smiðjunnar

Tóku málin í eigin hendur eftir brott­hvarf Húsa­smiðjunnar

252
0
Kristján Guðmundsson og Guðmundur Jóhann Kristjánsson eru afar spenntir fyrir opnun Víkurkaupa. AÐSEND

Byggingavöruverslunin Víkurkaup opnar á Dalvík á fimmtudaginn. Bæjarbúar voru byggingavöruverslunarlaus í tíu mánuði og fannst vera nóg komið.

<>

Það eru öflugir Dalvíkingar sem standa að versluninni sem verður á besta stað í bænum, við Hafnartorg. Tíu mánuðir eru síðan einu byggingavöruverslun, Húsasmiðjunni, bæjarins var lokað og voru bæjarbúar ekki sáttir með það. Verslunum Húsasmiðjunnar á bæði Dalvík og á Húsavík var lokað og stærri verslun opnuð á Akureyri.

„Miðað við viðbrögðin við fréttum af opnun nýrrar verslunar er ljóst að þörfin er mjög mikil og það er óhætt að segja að heimamenn og fólk úr nærumhverfinu bíði spennt eftir því að geta sótt sér þessa þjónustu í heimabyggð.

Þess má geta að einstaklingar, verktakar og fyrirtæki af öllu landinu geta pantað og fengið tilboð byggingarvörur í stærri sem smærri stíl,“ segir í tilkynningu.

Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Kristjánsson, verslunarstjóri Víkurkaupa, að menn hafi verið ósáttir með að vera án byggingavöruverslunar og því réðust heimamenn í verkefnið.

Hann var fenginn til að vera verslunarstjóri en hann hefur áralanga reynslu af verslun og þjónustu við verktaka og þá sem eru í framkvæmdahug.

Heimild: Visir.is