Starfsemi Silfurstjörnunnar í Öxarfirði mun tvöfaldast með byggingu fimm nýrra eldiskera sem nú er unnið að.
Bygging og rekstur keranna ásamt flóknum tæknibúnaði er undirbúningsverkefni fyrir áform Samherja fiskeldis hf. um byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykjanesi.
Verður sérstaklega vandað til rekstursins í því ljósi. Um leið festir uppbyggingin Silfurstjörnuna í sessi sem burðarfyrirtæki í atvinnumálum svæðisins og eykur byggðafestu.
Nánar er fjallað um stækkun Silfurstjörnunnar í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is