Home Fréttir Í fréttum Rangt að ræða um sölutregðu á íbúðum

Rangt að ræða um sölutregðu á íbúðum

187
0
ÞG verk hefur selt 26 íbúðir í Akrarvogi og Drómundarvogi á rúmum mánuði.

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, seg­ir að þótt hægt hafi á sölu íbúða fari því fjarri að ræða megi um sölutregðu.

<>

Til­efnið er umræða um áhrif vaxta­hækk­ana Seðlabank­ans á fast­eigna­markaðinn. Rætt hef­ur verið um kóln­un og jafn­vel verðlækk­an­ir og því kannaði Morg­un­blaðið hvernig sal­an hef­ur gengið í Voga­byggð.

Seðlabank­inn hækkaði vexti 24. ág­úst síðastliðinn en í kjöl­farið setti ÞG Verk 38 íbúðir í sölu í Voga­byggð. Nán­ar til­tekið í Ark­arvogi 10-12 og Dróm­und­ar­vogi 2 og eru 26 af þess­um 38 íbúðum seld­ar.

Heimild: Mbl.is