Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Framkvæmdir að hefjast við Torfunefsbryggju á Akureyri

Framkvæmdir að hefjast við Torfunefsbryggju á Akureyri

239
0

Samið hefur verið við Árna Helgason ehf. í Ólafsfirði um endurbygging stálþils við Torfunefsbryggju

<>

„Framkvæmdir við þetta verkefni hefjast á næstu dögum,“ segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.  Þegar er byrjað á því að fylla upp meira efni frá landi en að því loknu segir hann að stálþilið verði rekið niður.

Því verki verður lokið næsta vor og segir Pétur að land þurfi að því búnu að setjast.  „Við gerum okkur vonir um að haustið 2023 verði þekjan steypt.“

Verkefnið var boðið út á liðnu sumri og barst eitt tilboð frá Árna Helgasyni ehf, að upphæð 287,7 milljónir króna.  Það var 98% af áætluðum kostnaði við verkið, sem var um 293,3 milljónir króna.

Meðfylgjandi myndband  sýnir hvernig svæðið er hugsað.

Heimild: Vikudagur.is