Maður slasaðist þegar krani fór á hliðina við Bústaðakirkju í dag, en maðurinn var í körfu kranans. Kraninn lenti jafnframt á kyrrstæðum bíl sem eyðilagðist.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn fluttur á spítala, en hann hafði fengið höfuðhögg. Er talið að hann hafi fallið úr um þriggja metra hæð, en ekki er vitað frekar um ástand hans.

Slökkviliðið fór svo í olíuhreinsun á staðnum, en starfi þeirra var lokið á fjórða tímanum.
Heimild: Mbl.is