Home Fréttir Í fréttum Hver verður framtíð Ægisgötuhúss?

Hver verður framtíð Ægisgötuhúss?

243
0
Húsið við Ægisgötu er steinsteypt, þriggja hæða með kjallara og áföstu steyptu bakhýsi, sem einnig er með kjallara. Húsið var byggt í nokkrum áföngum á milli 1939 og 1950 og þar var rekin tunnuverksmiðja Stáltunnugerðar Bjarna Péturssonar. mbl.is/sisi

Enn ein fyr­ir­spurn­in hef­ur borist Reykja­vík­ur­borg um framtíð hins reisu­lega húss, Ægis­götu 7, þar sem í upp­hafi voru fram­leidd­ar stáltunn­ur. Þetta er hús á besta stað í borg­inni, skammt fyr­ir ofan Slipp­inn og Gömlu höfn­ina.

<>

Nýj­ustu fyr­ir­spurn­ina lagði eig­and­inn, Ráðagerði ehf. fram ásamt Zepp­el­in arki­tekt­um. Þar er spurt hvort hækka megi bak- og fram­hús og óskað eft­ir leyfi til að vera með gistirekst­ur í hús­inu.

Zepp­el­in hafa unnið frumdrög að nýrri til­lögu, þar sem gert er ráð fyr­ir að öll bak­bygg­ing­in standi. Byggðar verði tvær inn­dregn­ar hæðir ofan á bak­bygg­ing­una auk þess sem reist verði þakhæð ofan á fram­húsið, eins og heim­ilt er í gild­andi skipu­lagi.

Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir allt að 46 her­bergja eða gist­i­í­búða gisti­stað, en vel megi sjá fyr­ir sér að hægt verði að leigja her­berg­in eða íbúðirn­ar út, t.d. til náms­manna.

Heimild: Mbl.is