Home Fréttir Í fréttum Rúm­lega hálfur milljarður í fjár­veitingu vegna raka­skemmda

Rúm­lega hálfur milljarður í fjár­veitingu vegna raka­skemmda

185
0
Húsnæði Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. ÞORGILS JÓNSSON

Í gærmorgun samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar mörg hundruð milljóna króna fjárveitingu til Myllubakkaskóla til þess að hægt sé að halda viðgerðum vegna rakaskemmda hjá skólanum áfram.

<>

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að 550 milljóna króna fjárfesting vegna áframhaldandi framkvæmda við skólann á þessu ári hafi verið samþykkt sem viðauki við fjárfestingaráætlun.

Mygla hefur sett mark sitt á starfsemi Myllubakkaskóla en myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019. Ráðstafanir sem voru gerðar í kjölfar þess hafi ekki borið árangur en í nóvember á síðasta ári samþykkti bæjarráð að leggja nítján milljónir króna í það að flytja starfsemi skólans á meðan Efla ynni að úttekt húsnæðisins.

Myllubakkaskóli er ekki eini skólinn sem hefur glímt við myglu en mygla hefur áður fundist í Hagaskóla, Laugalækjaskóla og Fossvogsskóla meðal annars.

Heimild: Visir.is