Home Fréttir Í fréttum 2.536 íbúðir í byggingu í Reykjavík

2.536 íbúðir í byggingu í Reykjavík

73
0
Gert er ráð fyrir að lokið verði við 750 íbúðir í Reykjavík á seinni hluta þessa árs. mbl.is/Ómar Óskarsson

2.536 íbúðir eru nú í bygg­ingu í Reykja­vík að því er kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt um upp­bygg­ingu hús­næðis í borg­inni fyrri hluta árs­ins og fjölgaði þeim lít­il­lega frá síðustu árs­fjórðungs­sam­an­tekt.

<>

Á fyrstu sex mánuðum árs­ins var lokið við bygg­ingu 532 íbúða og var rúm­ur helm­ing­ur þeirra á veg­um hús­næðis­fé­laga eða und­ir merkj­um hag­kvæms hús­næðis.

Seg­ir í til­kynn­ingu að byggt á upp­lýs­ing­um fram­kvæmdaaðila um áætluð verklok er gert ráð fyr­ir að lokið verði við 750 íbúðir á seinni hluta þessa árs.

Heild­ar­fjöldi nýrra íbúða í ár yrði því 1.282 tals­ins en það er svipað og í fyrra þegar 1.252 íbúðir voru skráðar full­bún­ar í fast­eigna­skrá hjá Þjóðskrá Íslands.

Reyk­vík­ing­um fjölgaði um 1.383

Þá kem­ur fram að Reyk­vík­ing­um hafi fjölgað um 1.383 íbúa á fyrri hluta árs­ins og voru þeir 137.083 þann 1. júlí. Fjölg­un­in í Reykja­vík er svipuð þeim fjölda og bjó í sveit­ar­fé­lag­inu Vog­um á sama tíma.

Auk íbúða í bygg­ingu eru 8.600 íbúðir á þró­un­ar­svæðum, 6.815 íbúðir í skipu­lags­ferli, 5.714 í samþykktu deili­skipu­lagi og 2.536 á fram­kvæmda­stigi. Það gera þá rúm­lega 23.000 íbúðir en í dag eru um 58.000 íbúðir í Reykja­vík.

Íbúðir í bygg­ingu eru tald­ar upp í sam­an­tekt­inni og finn­ast þær víða um borg­ina. Má þar nefna Héðins­reit, Stein­dórs­reit, Voga­byggð, Bryggju­hverfi, Gufu­nes, Úlfarsár­dal, Kirkju­sand, Hlíðar­enda, Hraun­bæ, Grens­ás­veg, Soga­veg og einnig kem­ur Hót­el Saga ný inn á list­ann, en henni er verið að breyta í íbúðar­hús­næði.

Heimild: Mbl.is