Home Fréttir Í fréttum Öll starfsemi Icelandair í 5.200 fermetra í Hafnarfirði

Öll starfsemi Icelandair í 5.200 fermetra í Hafnarfirði

201
0
Ein skóflan vakti töluverða athygli en hún er gerð úr flugvélaíhlutum og er sjálft blaðið gert úr títaníum. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta skóflu­stunga að nýj­um höfuðstöðvum Icelanda­ir í Hafnar­f­irði var tek­in í dag. Hús­næðið, sem verður 5.200 fer­metra að stærð, mun tengj­ast nú­ver­andi hús­næði fé­lags­ins sem hýs­ir þjálf­un­ar­set­ur og tækni­deild.

<>

Stefnt er að því að öll starf­semi fé­lags­ins á höfuðborg­ar­svæðinu, önn­ur en flug­vall­ar­starf­semi, verði flutt að nýju höfuðstöðvun­um fyr­ir árs­lok 2024.

Marg­ir voru sam­an­komn­ir í dag til að fylgj­ast með at­höfn­inni, en á meðan að á henni stóð flaug fyrsta raf­drifna flug­vél­in á Íslandi, tveggja sæta af gerðinni Pip­istrel, yfir viðstadda.

Starfs­fólk fé­lags­ins tók fyrstu skóflu­stungu og vakti ein skófl­an mikla at­hygli sök­um sér­kenni­legs út­lits henn­ar, en hún er gerð úr flug­vélaíhlut­um þar sem sjálft blaðið er gert úr tít­an­íum.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, tek­ur til máls. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þátta­skil í sögu fé­lags­ins

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir í sam­tali við mbl.is að dag­ur­inn í dag marki ákveðin þátta­skil í sögu fé­lags­ins, en höfuðstöðvar fé­lags­ins hafa fram að þessu verið í Vatns­mýri í Reykja­vík.

„Við vor­um að taka fyrstu skóflu­stungu á nýj­um höfuðstöðvum fé­lags­ins en fé­lagið á nátt­úru­lega langa sögu í Vatns­mýr­inni. Fé­lagið flutti þangað á sjö­unda ára­tugn­um og þar hafa marg­ar frá­bær­ar hug­mynd­ir fæðst sem og okk­ar viðskiptalíkön og leiðar­kerfi hafa verið þróuð þar.

En núna erum við að horfa til framtíðar, en við erum að færa alla skrif­stofu­starf­semi fé­lags­ins á höfuðborg­ar­svæðinu und­ir eitt þak hér í Hafnar­f­irði,“ seg­ir hann.

Svona munu höfuðstöðvar Icelanda­ir í Hafnar­f­irði líta út við árs­lok 2024, þegar öll starf­semi fé­lags­ins á höfuðborg­ar­svæðinu flyst þangað. Ljós­mynd/​Nordic Office of Architect­ure

Hjarta fé­lags­ins í Hafnar­f­irði

„Við höf­um verið með aðstöðu hér síðan 2014. En fyr­ir árs­lok 2024 mun öll starf­sem­in á höfuðborg­ar­svæðinu flytja hingað, þ.e.a.s. öll starf­semi sem ekki fer fram á eða við flug­völl­un­um og út á landi. Þannig að það er mikið hagræði í því að hafa alla á sama stað og þá sér­stak­lega að vera nær Kefla­vík­ur­flug­velli.

Aðspurður snýst ákvörðunin ekki ein­ung­is um hagræði.

„Þetta snýst líka um það að við get­um núna hannað hús­næðið að nýj­ustu þörf­um fyr­ir­tækja og starfs­fólks, en það hef­ur ým­is­legt breyst á síðustu árum hvað það varðar. Til dæm­is er þörf á meiri sveigj­an­leika sem og að það er meiri áhersla á rými fyr­ir teym­is­vinnu og þess hátt­ar. Þannig að við erum að sjálf­sögðu að horfa til þess núna í þess­ari ný­bygg­ingu.“

Bogi seg­ir að með nýj­um höfuðstöðvum sé fé­lagið auk þess að búa til sam­eig­in­leg­an viðverustað fyr­ir starfs­menn fé­lags­ins.

„Megin­áhersl­an sem við ætl­um að leggja á núna er að hér vilj­um við búa til ákveðið hjarta þar sem allraf­lest­ir starfs­menn koma inn á, hvort sem að það sé skrif­stofu­fólk eða flug­fólk, þannig að hér hitt­ast sem flest­ir starfs­menn fé­lags­ins. Þetta hef­ur verið svo­lítið aðskilið hjá okk­ur í gegn­um tíðina og við sjá­um veru­leg tæki­færi í því að ná fólki bet­ur sam­an.“

Heimild: Mbl.is