Home Fréttir Í fréttum Skoða hvort endurnýja þurfi alla lögnina

Skoða hvort endurnýja þurfi alla lögnina

145
0
Starfsmenn Veitna á vettvangi þremur dögum eftir að lögnin fór í sundur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er búið að gera við kalda­vatns­lögn­ina sem fór í sund­ur á sam­skeyt­un­um í Hvassa­leit­inu að kvöldi föstu­dags þann 2. sept­em­ber, og er það ekki á stefnu­skránni „al­veg strax.“

<>

Verið er að skoða nokkra kosti í stöðunni, m.a. hvort að skyn­sam­legt sé að gera við þann hluta lagn­ar­inn­ar sem bilaði, hvort að end­ur­nýja þurfi hluta lagn­ar­inn­ar eða jafn­vel alla lögn­ina. Meta þarf kosti og galla, ásamt kostnaði við mögu­leg­ar aðgerðir og mun það taka nokk­urn tíma.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Veitna við fyr­ir­spurn mbl.is.

Mögu­lega galli í lögn­inni

Komið hef­ur í ljós að tær­ing varð í járn­grind lagn­ar­inn­ar en ekki ligg­ur fyr­ir hvað or­sakaði tær­ing­una. Í svar­inu seg­ir að ástæðurn­ar geti verið af ýms­um toga, til að mynda að galli hafi verið í lögn­inni frá því að hún var upp­haf­lega lögð, vatn hafi kom­ist að þess­um hluta henn­ar eða eitt­hvað annað.

Frá vett­vangi kvöldið sem að lögn­in fór í sund­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þá hafa eng­ar vís­bend­ing­ar komið fram um leka ann­ars staðar. Enn er þó verið að skoða lögn­ina.

Heimild: Mbl.is