Home Fréttir Í fréttum Íbúar fastir í verðlausum eignum á hættusvæðum

Íbúar fastir í verðlausum eignum á hættusvæðum

73
0
Aurskriðurnar féllu í desember 2020. mbl.is/Freyr

Marg­ir íbú­ar á Seyðis­firði búa á hættu­svæðum í eign­um sem eru verðlaus­ar vegna staðsetn­ing­ar og því erfitt að selja. Erfitt get­ur reynst fyr­ir íbúa að taka ákv­arðanir um framtíðina á meðan hættumat ligg­ur ekki fyr­ir og margt er enn óljóst er varðar framtíð bæj­ar­ins.

<>

Þetta kom fram í máli Tinnu K. Hall­dórs­dótt­ur, yf­ir­verk­efna­stjóra hjá Aust­ur­brú, í er­indi sem hún hélt á ráðstefnu sem fór fram á Grand Hót­el fyrr í dag. Þar var fjallað um áhrif lofts­lags­breyt­inga á sveit­ar­fé­lög­in í land­inu og til hvaða ráðstaf­ana þarf að grípa til að laga ís­lenskt sam­fé­lag að þess­um breyt­ing­um.

Í er­ind­inu sagði Tinna frá niður­stöðum rann­sókn­ar sem fram­kvæmd var í kjöl­far aur­skriðanna sem féllu á Seyðis­fjörð í des­em­ber 2020. Spurn­ingalisti var send­ur á alla íbúa bæj­ar­ins og 14 djúpviðtöl tek­in.

Íbúar bjart­sýn­ir en vilja svör

Að sögn Tinnu voru íbú­ar á Seyðis­firði bjart­sýn­ir um að bæj­ar­fé­lagið risi upp úr áföll­un­um sem fylgdu aur­skriðunum, mun sterk­ara og var mik­ill bar­áttu­hug­ur í þeim. „En þeir sögðu samt að það væri mik­il óvissa og að það eru ákveðnir hamlandi þætt­ir, sem kæmu í veg fyr­ir að jafn­vægi kæm­ist á á ný.“

Nefn­ir Tinna helst biðina eft­ir hættumati.

„Á meðan það ligg­ur ekki fyr­ir, þá er erfitt fyr­ir íbúa að fara í fram­kvæmd­ir eða gera framtíðaráætlan­ir. Og fólk upp­lif­ir óvissu um hvort og hvar verður varið og hvernig það verði. Hvort byggðin verði færð, var­in eða hús­in keypt upp. Marg­ir íbú­ar búa á hættu­svæðum og í eign­um sem eru verðlaus­ar sök­um staðsetn­ing­ar.

Fólk er nátt­úr­lega með ævi­sparnaðinn í hús­un­um sín­um sem það fær ekk­ert fyr­ir. Það á mjög erfitt með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína.“

Að sögn Tinnu þykir íbú­um mörg­um spurn­ing­um ósvarað og finnst þessi bið mjög erfið og telja að hún hafi hamlandi áhrif á jafn­væg­is­leit­ina.

Erfitt fyr­ir þá sem þurfa að bíða

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra, seg­ir að verið sé að vanda hættumatið eins og hægt sé, því sé mik­il­vægt að flýta sér ekki.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra, á ráðstefn­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Á sama hátt hef­ur maður al­veg skiln­ing á því að það geti verið erfitt fyr­ir þá ein­stak­linga sem þurfa að bíða eft­ir niður­stöðum. Ég veit ekki hvort við höf­um ein­hverj­ar lausn­ir á því,“ seg­ir innviðaráðherra.

„Menn virðast falla í ólíka lausna­hópa – eft­ir því hvernig tjónið verður og við þurf­um að skoða það,“ bæt­ir hann við.

Heimild: Mbl.is