Home Fréttir Í fréttum Sam­þykkja upp­byggingu 120 í­búða fyrir fólk með fötlun

Sam­þykkja upp­byggingu 120 í­búða fyrir fólk með fötlun

148
0
Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Borgar­ráð hefur sam­þykkt endur­skoðaða upp­byggingar­á­ætlun hús­næðis fyrir fatlað fólk sem gerir ráð fyrir hraðari upp­byggingu og styttingu bið­lista. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Vel­ferða­sviði Reykja­víkur­borgar.

<>

Sam­kvæmt hinni nýju upp­byggingar­á­ætlun munu tuttugu nýir í­búðar­kjarnar með 120 í­búðum verða byggðir, á­samt því verða út­vegaðar 48 í­búðir þar sem ein­staklingar fá þjónustu færan­legs teymis. Á­ætlunin gildir til ársins 2028 og verður endur­skoðuð ár­lega.

„Þjónusta hefur aukist og á­nægja með hana sömu­leiðis. Vel­ferðar­svið á hrós skilið fyrir að ganga skipu­lega til verks í þessari stór­huga upp­byggingu en á dögunum var á­kveðið að fara enn hraðar í málið til þess að anna þeirri þjónustu­þörf sem hefur myndast á undan­förnum misserum,“ segir Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri, en hann segir einnig að undan­farin ár hafi átt sér stað for­dæma­laus upp­bygging á í­búðum fyrir fatlað fólk.

Frá árinu 2017 hafa 170 fatlaðir ein­staklingar fengið út­hlutað hús­næði, en flestir fengu út­hlutað í fyrra, alls 55 ein­staklingar. Það eru 136 ein­staklingar með fötlun sem eru á bið­lista til að fá íbúð út­hlutaða. Af þeim eru 22 með lög­heimili fyrir utan Reykja­vík.

Heimild: Frettabladid.is