Home Fréttir Í fréttum Nýju undirgöngin verða tilbúin í janúar

Nýju undirgöngin verða tilbúin í janúar

165
0
Framkvæmdir við ný undirgöng undir Arnarnesveg eru í fullum gangi. mbl.is/Hákon

Ný göngu- og hjóla­göng sem unnið er að und­ir Arn­ar­nes­veg, meðfram Hafn­ar­fjarðar­veg­in­um, eru á áætl­un og er áformað að koma Arn­ar­nes­veg­in­um út á Arn­ar­nesið í rétt horf fyr­ir vet­ur­inn. Þá er gert ráð fyr­ir að hægt verði að opna fyr­ir um­ferð gang­andi og hjólandi um göng­in í janú­ar og að lokafrá­gang­ur verði næsta vor.

<>

Göng­in eru hluti af þeim fram­kvæmd­um sem farið hef­ur verið í eða fara á í á næstu árum sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­a sem und­ir­ritaður var á milli sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­ins. Þegar þau verða kom­in í notk­un geta gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur kom­ist frá Garðabæ yfir Arn­ar­nes og lang­leiðina upp Kópa­vogs­háls­inn án þess að þurfa að þvera um­ferðargötu.

Eng­in til­boð bár­ust í fyrsta útboðið

Upp­haf­lega var fram­kvæmd­in boðin út í vet­ur, en ekk­ert til­boð barst þá. Katrín Hall­dórs­dótt­ir, sér­fræðing­ur fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið hjá Vega­gerðinni og verk­efna­stjóri þessa verk­efn­is, seg­ir í sam­tali við mbl.is að aft­ur hafi verið farið í útboð með ör­lítið rýmkuðum ramma og þá hafi boðist til­boð í verkið. Þetta hafi hins veg­ar ör­lítið seinkað fram­kvæmd­inni, en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að opna göng­in fyr­ir um­ferð fyr­ir lok nóv­em­ber í staðinn fyr­ir lok janú­ar á næsta ár.

Kortið sýn­ir alla þá hjóla­stíga sem horft er til að leggja á ár­un­um 2020-2024 sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­an­um, en sér­stak­lega er bent á þær fram­kvæmd­ir sem í fyrra var stefnt var á að hefja fram­kvæmd­ir við á þessu ári. Kort/​mbl.is

„Verður hægt að hjóla þarna í gegn í janú­ar“

Fram­kvæmd­ir hóf­ust fyrr í sum­ar og var fram­kvæmd­inni skipt upp í norður- og suður­verk­efni. Var byrjað norðan meg­in á fram­kvæmd­inni. Við það þurfði að rjúfa hefðbundna bílaum­ferð eft­ir ak­veg­in­um, en í staðin var sett hjá­leið inn á Arn­ar­nesið ör­lítið sunn­ar.

Nú er unnið að því að slá upp veggj­um og steypa þá upp norðan meg­in og verður loftið í kjöl­farið sett á og vinna við að ganga frá veg­in­um yfir. Katrín seg­ir að í kjöl­farið verði hægt að opna fyr­ir um­ferð aft­ur um Arn­ar­nes­veg­inn á þess­um stað og þá hefj­ist fram­kvæmd­ir við suður­hluta verk­efn­is­ins, en í miðjunni er jafn­framt gert ráð fyr­ir ljósop á þessi 30 metra löngu göng.

Katrín seg­ir að hingað til hafi mest allt gengið vel og að verkið sé svo gott sem á áætl­un og að gert sé ráð fyr­ir að það klárist á til­sett­um tíma. „Þá verður hægt að hjóla þarna í gegn í janú­ar á nagla­dekkj­um,“ seg­ir hún.

Leiðin yfir Arn­ar­nesið er ein af fjöl­förn­ustu stof­næðum fyr­ir hjólandi um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu í dag, en hún teng­ir m.a. Reykja­vík við Garðabæ og Hafn­ar­fjörð. Á þeirri leið þarf þó að fara yfir bæði Arn­ar­nes­háls­inn og Kópa­vogs­háls­inn þar sem bæði nokk­ur hækk­un er og fólk þarf að þvera um­ferðargöt­ur.

Und­ir­stöðum fyr­ir nýja Dimmu­brú næsta vor

Líkt og mbl.is hef­ur fjallað um áður eru fleiri fram­kvæmd­ir í gangi í tengsl­um við göngu- og hjóla­stíga sem Vega­gerðin hef­ur um­sjón með. Til viðbót­ar er svo fjöldi verk­efna í gangi á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna sem Vega­gerðin kem­ur ekki nærri.

Þannig er und­ir­bún­ing­ur í gangi fyr­ir brú yfir Dimmu, þ.e. Elliðaárn­ar rétt fyr­ir neðan Breiðholts­braut. Vegna laxveiði má ekki fram­kvæma á svæðinu milli októ­ber og apríl, en Katrín seg­ist von­ast til þess að und­ir­stöður fyr­ir brúnna verði komn­ar fyr­ir vorið. Þá verði í kjöl­farið hægt að leggja gólfið á brúnna án tíma­press­unn­ar.

Stefnt er að því að hægt verði að ganga og hjóla um nýju göng­in í janú­ar og að opnað verði fyr­ir um­ferð bíla á ný á Arn­ar­nes­veg fyr­ir vet­ur­inn. mbl.is/​Há­kon

Strand­gat­an klár­ast í haus

Við Ásbraut í Kópa­vogi er jafn­fram horft til þess að bæta hjólainnviði og gera betri hjóla­stíg sem ligg­ur þá niður frá Hamra­borg að Kárs­nes­braut. Katrín seg­ir verk­hönn­un í gangi og að stutt sé í útboð verks­ins. „Við stefn­um á fram­kvæmd­ir þar næsta vor.“ Þá seg­ir hún að bæt­ing á leiðinni um Kópa­vog­inn á milli Arn­ar­ness og Kárs­ness vera í und­ir­bún­ingi, en að tím­arammi fyr­ir það verk­efni liggi ekki al­veg fyr­ir.

Í sum­ar hafa einnig átt sér stað fram­kvæmd­ir við Strand­götu í Hafnar­f­irði og seg­ir Katrín þær vera á áætl­un og að áformað sé að þær klárist í haust.

Fram­kvæmd­ir við Ánanaust hefj­ist í haust

Tals­vert hef­ur verið rætt um fram­kvæmd­ir við Litlu­hlíð, en þar voru gerð göng und­ir göt­una sem teng­ir þá Veður­stofu­hæðina við Skóg­ar­hlíð. Búið er að opna fyr­ir um­ferð þar um en frá­gangi er ekki lokið. Katrín seg­ir að í fram­hald­inu eigi nú að fara í verk­hönn­un á hjóla­stíg niður Skóg­ar­hlíðina og svo sé áformað að fara í útboð eft­ir ára­mót. „Von­andi verður þetta vor­fram­kvæmd,“ seg­ir hún.

Við Ánanaust er einnig stefnt á fram­kvæmd­ir í haust, en þar hef­ur grjóta­varn­argarður verið end­ur­nýjaður. Tengja á aðskilda göngu- og hjóla­stíga sem liggja meðfram öll­um Eiðsgranda og við Grand­ann og Mýr­ar­göt­una.

Heimild: Mbl.is