Home Fréttir Í fréttum Tæpar 200 milljónir úr bæjarsjóði í búningsklefa

Tæpar 200 milljónir úr bæjarsjóði í búningsklefa

182
0
Búningsklefarnir eru hinir glæsilegustu. Ljósmynd/TMS

Í síðustu viku var gengið frá eignaskiptayfirlýsingu milli ÍBV-íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar vegna stúkubyggingar við Hásteinsvöll.

<>

Í eignaskiptasamningnum kemur fram að bærinn eignist 65,61% í mannvirkinu á móti 34.39% eignarhlut ÍBV.

Í svari Vestmannaeyjabæjar til Eyjar.net segir að fyrir liggi að Vestmannaeyjabær hafi greitt ÍBV 185 milljónir vegna byggingar búningsklefa skv. samningi þar að lútandi. Að auki greiddi Vestmannaeyjabær beint vegna stúku og búningsklefa:

  • Hönnun og eftirlit kr. 7.190.579
  • Kostnaður vegna vígslu kr. 373.323
  • Byggingarstjórn kr. 331.476
  • Lagnatengingar við Týsheimili kr. 823.976

Samtals kr. 8.719.354 kr.

Heildarfjárframlag Vestmannaeyjabæjar til verksins hljóðar því upp á kr. 193.719.354.

Heimild: Eyjar.net