Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Suðurtangi Gatnagerð 2022 nr 2017010018“ eins og því er lýst í meðfylgjandi gögnum.
Verkið felur í sér jarðvegsskipti, lagnavinnu á hluta af götum á Suðurtanga á Ísafirði.
Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum. Verkið skal hefjast strax og verksamningur hefur verið undirritaður
| Verklok | 15. nóvember 2022 |
| Dagsektir | kr. 60.000 |
| Verktrygging | 10%, og orðuð í fullu samræmi við eyðublað |
| Geymslufé | 0% |
| Auglýsing birt | 22. ágúst 2022 |
| Fyrirspurnarfrestur | Fjórum virkum dögum fyrir opnunardag tilboðs |
| Opnun tilboða | 1. september 2022, kl. 11.00. |
| Virðisaukaskattur | Innifalinn í tilboði. |
Fyrirspurnum skal beint til Sveins Lyngmo hjá EFLU. Þátttakendur i verðfyrirspurninni eru einnig beðnir um að senda staðfestingu þess efnis á Svein.
Heimild: Ísafjarðarbær












