Home Fréttir Í fréttum 22.09.2022 Breiðholtsskóli- Breytingar á smíðastofu og hátíðarsal

22.09.2022 Breiðholtsskóli- Breytingar á smíðastofu og hátíðarsal

504
0
Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Breiðholtsskóli- Breytingar á smíðastofu og hátíðarsal, útboð nr. 15637

Verkefnið snýst um breytingar á innra skipulagi á smíðastofu og hátíðarsal í kjallara í breiðholtsskóla. Helstu verkefni varða frágang inni eins og trésmíði, raflagnir og innréttingar ásamt lagnavinnu, gólfefnavinnu og málun

Framkvæmdatími 15. nóvember 2022 til 31. janúar 2023. Undirbúningsvinna getur hafist fyrr.

Kynningarfundur fyrir bjóðendur í verkið verður á verkstað 1. september kl. 11 í Breiðholtsskóla, Arnarbakka 1-3, 109 Reykjavík.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:30 þann 13. ágúst  2022.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 22. september  2022.

 

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Svið í hátíðarsal verður hækkað og framlengt. Einnig verður gólf smíðað í geymslu inn af sviði.

Breytingar á skipulagi í smíðastofu. Léttir innveggir, klæðningar og hurðir verða endurnýjaðar. Skipt verður um innréttingar, gólfefni og kerfisloft. Máluð verða loft og veggir.

Skipta á um útihurð og glugga í kjallara og glugga breytt á fyrstu hæð og komið í hann tvö opnanleg fög.

Endurnýjun og breytingar á rafmagni fyrir nýtt skipulag.

Breytingar verða gerðar á salernum og endurnýjaðar handlaugar og tæki. Stálvaskar settir upp og tengdir.

Spónsogskerfi aðlagað að nýju skipulagi. Tengingar aflagðar og lagt nýtt kerfi að vélum.

Innblástur frá núverandi loftræsikerfi tengt hljóðveri með innblásturskassa og stilliloku.

Ýmissar aðrar lagfæringar á tengingum vegna breytingar á skipulagi.

Helstu magntölur:

Rif á innveggjum                                           160 m2.

Rif á plötuklæðningum í lofti                          55 m2.

Nýtt kerfisloft                                                  99 m2.

Nýjir gifsveggir                                               90 m2.

Parket í smíðastofu                                       179 m2.

Linoleum dúkur                                              85 m2.

Raflagnir. Lágspennubúnaður.  Ljós. Öryggiskerfi. Vatnslagnir.