Home Fréttir Í fréttum Tillaga um Hamarshöll eftir helgi

Tillaga um Hamarshöll eftir helgi

287
0
Hamarshöllin var íþróttahús bæjarins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hönn­un­ar­hóp­ur um upp­bygg­ingu Ham­ars­hall­ar áætl­ar að skila til­lögu sinni næst­kom­andi mánu­dag. Hún verður lögð fyr­ir næsta bæj­ar­ráðsfund þar á eft­ir.

<>

Skil­in tefjast um viku vegna sum­ar­leyfa, að því er kem­ur fram í svari bæj­ar­ráðs Hvera­gerðis­bæj­ar við fyr­ir­spurn full­trúa D-list­ans.

Um miðjan júlí samþykktu full­trú­ar O-list­ans og Fram­sókn­ar­flokks­ins til­lögu þeirra um að hönn­un­ar­hóp­ur yrði skipaður um bygg­ingu hall­ar­inn­ar og að hann ætti að skila af sér til­lögu í síðasta lagi 15. ág­úst.

Stefnt er að því að hin nýja Ham­ars­höll verði kom­in upp haustið 2023. Höll­in verður ein­angrað hús með burðar­virki úr stál­grind eða öðrum föst­um efn­um. Dúk­ur hall­ar­inn­ar fauk af í ill­viðri 22. fe­brú­ar síðastliðinn.

Heimild: Mbl.is