Hönnunarhópur um uppbyggingu Hamarshallar áætlar að skila tillögu sinni næstkomandi mánudag. Hún verður lögð fyrir næsta bæjarráðsfund þar á eftir.
Skilin tefjast um viku vegna sumarleyfa, að því er kemur fram í svari bæjarráðs Hveragerðisbæjar við fyrirspurn fulltrúa D-listans.
Um miðjan júlí samþykktu fulltrúar O-listans og Framsóknarflokksins tillögu þeirra um að hönnunarhópur yrði skipaður um byggingu hallarinnar og að hann ætti að skila af sér tillögu í síðasta lagi 15. ágúst.
Stefnt er að því að hin nýja Hamarshöll verði komin upp haustið 2023. Höllin verður einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum. Dúkur hallarinnar fauk af í illviðri 22. febrúar síðastliðinn.
Heimild: Mbl.is