Home Fréttir Í fréttum Kæmi ekki á óvart að fasteignaverð lækki

Kæmi ekki á óvart að fasteignaverð lækki

122
0
Mynd: Sunna Valgerðardóttir / RÚV
Vísbendingar eru um að fasteignaverð hafi lækkað í löndum í grennd við Ísland. Miðað við þá þróun kæmi ekki á óvart ef fasteignaverð gefur eftir hér á landi og lækki jafnvel um tugi prósenta, þetta segir lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann spáir þó ekki köldum vetri á fasteignamarkaði.

„Það kæmi mér ekkert á óvart að fasteignaverð gefi eitthvað eftir, ekki bara í rauntölum heldur í íslenskum krónum. Að það verði einhver lækkun,“ sagði Már Wolfgang Mixa, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

<>

Hann segist heyra svipaða frasa nú og á árunum fyrir hrun, til að mynda frasann „fasteignir lækka aldrei í verði“. Fólk teygi sig heldur langt í kaupum á fasteignum hér á landi.

Vísbendingar eru um lækkun fasteignaverðs í löndunum í kringum okkur. Til að mynda hafi fasteignaverð lækkað um nokkur prósent í Svíþjóð og vísbendingar séu um lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum. Vaxtastig hækki einnig mikið þessa dagana og fasteignalán séu að verða dýrari hér á landi.

„Þetta er ekki dómsdagspá en það má frekar líta á þetta sem aðvörun um að fólk eigi ekki að treysta á stöðugt virði húsnæðis,“ segir Már að lokum.

Heimild: Ruv.is